1-A í Erasmus+ verkefni

Eitt af þeim nýju Erasmus+ verkefnum sem Verzlunarskóli Íslands tekur þátt í frá og með haustinu 2020 er verkefnið Digitatal Competence and e-safety, sem fjallar um leikni í meðferð upplýsingatækni og ýmis mál sem varða öryggi á þeim vettvangi. Skólar frá Grikklandi, Ítalíu, Slóvakíu og Svíþjóð standa með okkur að verkefninu. Unnin verða verkefni og tekin til umfjöllunar margvísleg efni á þessu sviði sem varða svo miklu í samtímanum. 1-A sem er á alþjóðabraut mun taka þátt í verkefninu, en kennararnir sem vinna með þeim eru Ármann Halldórsson, Bertha Sigurðardóttir og Hallur Örn Jónsson. Vikufundir með kennurum og nemendum verða haldnir í hverju landi og vonast er til að hægt verði að hefjast handa um leið og rofar til í farsóttamálum.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af 1-A í sveiflu í enskutíma á Teams.

Aðrar fréttir