1. sæti í keppninni Greindu betur

Þær Una Helgadóttir og Karolína Björk Líndal Ingadóttir, nemendur á 1. ári í Verzlunarskólunum hlutu verðlaun fyrir 1. sæti í keppninni Greindu betur. Liðstjóri var Anna Hera Björnsdóttir, stærðfræðikennari við skólann.

Um er að ræða liðakeppni í tölu- og upplýsingalæsi sem er á vegum Hagstofu Íslands og var haldin í 3ja sinn nú nýverið. Keppnin er tvískipt, í fyrri hluta hennar er spurningum svarað um þekkingu á tölfræði og upplýsingum frá Hagstofu Íslands og Evrópsku hagstofunni (Eurostat). Í seinni hlutanum er unnið að sjálfstæðu verkefni sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands. Una og Karolína gerðu verkefni þar sem þær greindu gögn um ferðamenn sem ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll. Þær fundu ýmislegt áhugavert um efnið á vef Hagstofunnar, unnu tölfræðiúrvinnslur og settu saman í skýrslu. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Aðrar fréttir