Year: 2010

Andlát

  Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,varaformaður skólanefndar Verzlunarskólans lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut eftir erfið veikindi.  Ingibjörg starfaði meðal annars hjá Flugleiðum, sat í stjórn VR, auk þess að vera formaður LÍV og er hún eina konan sem gegnt hefur embætti formanns landssambands innan ASÍ. Verzlunarskóli Íslands vottar fjölskyldu Ingibjargar samúð sína og þakkar henni… Read more »

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

  Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00.    Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og… Read more »

Verðlaun í stuttmyndasamkeppni

  Miðvikudaginnn 14. apríl fóru fram pallborðsumræður í Iðnó á vegum þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýskukennara og þýskudeildar Háskóla Íslands. Yfirskriftin var "Af hverju þýska". Við þetta tækifæri voru einnig veitt verðlaun fyrir þýskuþraut framhaldsskólanna og stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku. Í stuttmyndasamkeppninni varð hópur frá MR í fyrsta sæti með myndina "Klopf klopf".  Í… Read more »

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2010

Þann 27. mars sl. fór fram Forritunarkeppni framhaldsskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Keppninni vex ásmegin með hverju árinu sem líður og til marks um það þá var styrktaraðili í fyrsta skipti í ár en Nýherji sá um verðlaun og uppihald keppenda. Að þessu sinni kepptu 30 lið í þremur deildum. Versló var… Read more »

Ný stjórn Nemendafélags Verzlunarskólans.

  Í síðustu kennsluviku fyrir páskaleyfi fóru fram kosningar til stjórnar Nemendafélag skólans. Úrslit urðu eftirfarandi: Forseti: Melkorka Þöll Viljálmsdóttir Féhirðir:Sigvaldi Fannar Jónsson Ritstjóri Verzlunarskólablaðsins: Heiðrún Ingrid Hlíðberg Ritstjóri Viljans: Rebekka Rut Gunnarsdóttir Formaður Málfundafélagsins: Stefán Óli Jónsson Formaður Listafélagsins: Vala Kristín Eiríksdóttir Formaður Íþróttafélagsins: Daníel Kári Snorrason Formaður Nemendamótsnefndar: Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir Formaður Skemmtinefndar:… Read more »

Alþjóðasamskipti

Næstu daga verða margir nemendur Verzlunarskólans á faraldsfæti en þá fara þrír hópar í heimsóknir til annarra skóla í Evrópu. Spænskunemendur í 4.B fara í námsferð til Spánar. Þau munu heimsækja IES Antonio Machado, skólann í Alcalá de Henares sem er í þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Madrid. Námsferð þessi er liður í Evrópuverkefninu,”How´s life over… Read more »

Ensk ræðukeppni – verslingar sigursælir

  Laugardaginn 27. febrúar stóð ‘The English Speaking Union’ á Íslandi (http://groupspaces.com/esu/) fyrir ræðukeppni á ensku í nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík. Verkefnið studdu sendiráð enskumælandi landa, Bandaríkjanna, Bretlands og Indlands, og voru fulltrúar þeirra viðstaddir. Sex keppendur mættu:  frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum á Akureyri, Fjölbrautaskólanum Ármúla og Verzlunarskóla Íslands. Umræðuefni voru… Read more »

Opnunartími

  Verzlunarskóli Íslands verður lokaður fimmtudaginn 4.febrúar  og föstudaginn 5.febrúar vegna Nemendamóts skólans.

Nemendamótið

  Senn líður að því að 78. Nemendamót Verzlunarskólans verði haldið hátíðlegt. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands stendur ár hvert fyrir uppsetningu á söngleik í tengslum við árshátíð nemenda.  Að þessu sinni er það söngleikurinn Thriller sem frumsýndur verður í Loftkastalanum þann 4. febrúar næstkomandi. Söngleikurinn er eftir Ívar Örn Sverrisson og er hann byggður á lögum… Read more »

Útskrift

Föstudaginn 22.janúar 2010 voru 4 nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Þau Árni Snær Gíslason, Helga Lind Magnúsdóttir og Rósa Sveinsdóttir luku verslunarprófi  og Hafsteinn Ormar Hannesson var útskrifaður með stúdentspróf. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.