Month: september 2011

Nemendur leggja land undir fót

Í dag, 29. september, leggja þrír nemendur úr 5-A og þrír kennarar land undir fót og er ferðinni heitið til Almansa á Spáni, en ferðin er liður í 7 landa Comeniusar verkefni sem staðið hefur yfir í rúmt ár og lýkur næsta vor.   Verkefnið ber yfirskriftina Finding My Voice og fjallar um ungt fólk og lýðræði. Auk nemenda 5-A taka… Read more »

Heimsókn nemenda Alþjóðadeildar í hjarta Evrópusambandsins

  „Ef ég hefði valið að fara ekki í þessa ferð hefði mér fundist ég missa af mjög mikilvægri upplifun“. Þetta sagði einn þeirra nemenda af alþjóðabraut Verzlunarskóla Íslands sem 12. september síðastliðinn lögðu leið sína til Brussel höfuðborgar Belgíu í þeim tilgangi að fræðast um og fá innsýn í Evrópusambandið og samningaferli Íslands við… Read more »

Nýnemar boðnir velkomnir

  Vikuna 5. – 9. september var haldin hátíðleg nýnemavika hér í Verzlunarskóla Íslands, en í henni voru nýir nemendur boðnir velkomnir með allskyns leikjum og vígslum. Vikan endaði á nýnemaferð á Stokkseyri, en þá buðu eldri og reyndari Verzlingar nýnema velkomna með grilli, kvöldvöku og almennt góðri stemningu áður en haldið var heim laugardaginn 10. september…. Read more »

Leiga á íþróttasal

Verzlunarskóli Íslands auglýsir tíma í íþróttasal skólans til leigu í vetur. Tímarnir eru eftir kl. 17 virka daga.  Leigutímabil er september – desember og janúar – maí. Áhugasamir hafi samband við Eygló Gunnarsdóttur á netfangið eyglo.sigridur@verslo.is eða í síma 5900600.

Frakklandsferð

  Dagana 15. – 22. september fara 25 nemendur úr 5. bekk til Chartres og Parísar og eru þau að endurgjalda heimsókn nemenda frá Lycée Fulbert í Chartres sem komu hingað til lands í byrjun mars.   Dvalið verður hjá frönskum fjölskyldum í Chartres og munu nemendur kynnast frönsku heimilislífi, frönskum framhaldsskóla og aðstæðum jafnaldra sinna… Read more »

Heimsókn frá Spáni

  Dagana 5. til 12. september verður ellefu manna hópur nemenda frá Madríd, ásamt kennara sínum í heimsókn hér  í Verzlunarskólanum. Þau koma frá  IES Antonio Machado menntaskólanum í Alcalá de Henares sem er í úthverfi Madríd. Hópurinn hefur unnið með nemendum úr 5. bekk B í rúmlega eitt ár í samstarfsverkefni í eTwinning, rafrænt… Read more »

Útskrift

Föstudaginn 2. september 2011 voru 8 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þau Berglind Gunnarsdóttir, Daria Rudkova, Helga Ásdís Jónasdóttir, Hildur Þórisdóttir Kjærnested, Kristín Hulda Bjarnadóttir, Óli Sveinn Bernharðsson, Sólveig Indíana Guðmundsdóttir og Viggó Snær Arason.   Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.   Á myndina vantar Dariu og Hildi…. Read more »

Ný matbúð fyrir nemendur

Í upphafi annar var opnuð ný matbúð fyrir nemendur. Hún er í umsjón skólans, en ekki einkaaðila eins og undanfarin ár, og stefnt er að því að hafa allan matinn í búðinni bæði hollan og góðan. Valgerður, yfirkokkur skólans, sér um að matreiða ofan í nemendur, en bætt mataræði nemenda er liður í átakinu heilsueflandi framhaldsskóli. Í upphafi… Read more »