Month: ágúst 2012

Hreyfing er málið

Eins og áður hefur komið fram tekur Verzlunarskóli Íslands þátt í átakinu um heilsueflandi framhaldsskóla og hlaut eins og frægt er orðið Gulleplið fyrir frammistöðu sína í átakinu í fyrra. Síðasta skólaár var áhersla lögð á bætt mataræði nemenda (og  starfsmanna) en í ár verður áherslan lögð á hreyfingu. Líkt og í fyrra virðist starfsfólk VÍ… Read more »

Verzlunarskólinn hlýtur Gulleplið 2012

Gulleplið er sérstök viðurkenning til þess framhaldsskóla sem hefur skarað fram úr í heilsueflingu á hverju skólaári og í ár tilkynnti dómnefnd á vegum Embættis landlæknis að Verzlunarskóli Íslands hefði borið sigur úr býtum. Verðlaunaafhendingin fór fram í dag þegar mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunagripinn og peningaverðlaun. Nemendur fjölmenntu á marmarann til að fylgjast með… Read more »

Skólasetning 2012

Mánudaginn 20. ágúst var Verzlunarskóli Íslands settur í 108. skipti. 1236 nemendur eru skráðir í dagskóla þetta árið og því var margt um manninn í Bláa sal og á marmaranum þegar Ingi Ólafsson setti skólann. Af þessum 1236 nemendum eru 340 nýnemar. Í ræðu sinni talaði Ingi m.a. um gildi skólans, en sérstök spjöld hafa… Read more »

Nýir kennarar Verzlunarskólans haustið 2012

Nokkuð er um breytingar á kennaraliði Verzlunarskólans þetta skólaárið. Alls létu fimm kennarar af störfum við skólann en 11 nýir bættust við. Þeir kennarar sem láta af störfum eru: Alda Jóna Nóadóttir, viðskiptagreinar Gísli Már Reynisson, stærðfræði Guðrún Egilsson, íslenska Jóhanna Björnsdóttir, tölvunotkun Ólöf Kjaran Knudsen, myndlist, þýska Nýir kennarar við Verzlunarskólann haustið 2012: Ásta… Read more »

Skólasetning 20. ágúst 2012

Verzlunarskóli Íslands verður settur mánudaginn 20. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum… Read more »

SAT próf

Næstu SAT próf sem haldin verða í Verzlunarskólanum verða 6. október og 4. maí 2013.

Útskrift

Föstudaginn 31. ágúst útskrifuðust Þorgeir Vilberg Sigurðsson og Elínborg Harpa Önundardóttir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Þorgeir útskrifaðist af náttúrufræðibraut, eðlisfræðisviði og Elínborg af félagsfræðabraut, alþjóðasviði. Skólinn óskar nýstúdentunum til hamingju með áfangann.      Smellið á myndirnar til að stækka þær