Month: september 2012

Foreldrafundur miðvikudaginn 5. september

Foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 5. september klukkan 20:00. Á fundinum verður fjallað um starfsemi Verzlunarskólans og hvers vænta megi af samstarfi heimila og skólans. Einnig verður farið yfir helstu reglur sem gilda um námsskipulag og námsframvindu. Foreldrum og forráðamönnum verður boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum í lok fundar. Gert… Read more »

Nýnemar boðnir velkomnir

Föstudaginn 7. september voru nýnemar skólans boðnir velkomnir í Verzlunarskóla Íslands. Nýnemavígslan í ár var með öðru sniði en undanfarið því í staðinn fyrir að niðurlægja nýnema var þeim boðið upp á mjólk og kökur. Nýnemum var safnað saman á marmarann upp úr hádegi þar sem þeir strengdu eið þar sem meðal annars kom fram… Read more »

Berlín og Madríd heimsótt

Tveir hópar nemenda í 5. bekk á alþjóða- og málabraut Verzlunarskóla Íslands eru um þessar mundir staddir í Berlín og Madríd. Á ferðum sínum munu nemendur heimsækja bæði framhaldsskóla og menningarstofnanir. Fyrri hópurinn hélt út á mánudaginn þegar tæplega 20 nemendur í þýskuvali fóru ásamt þýskukennurunum Rögnu Kemp og Þorgerði Aðalgeirsdóttur til Berlínar. Þar mun… Read more »

Gunnar Gunnarsson í heimsókn

Fimmtudaginn 20. september heimsótti Gunnar Gunnarsson nemendur og kennara í skákvalinu í 6. bekk  í stofu 201. Gunnar lauk verslunarprófi frá VÍ fyrir 60 árum, varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í meistaraflokki með Val fjórum árum seinna, eða 1956, og síðan Íslandsmeistari í skák 1966. Þá var hann forseti Skáksambands Íslands um árabil. Gunnar, sem verður… Read more »

Skáldaslóð í Þingholtum

Nemendur í 6. bekk hafa á undanförnum dögum farið með íslenskukennurum sínum í vettvangsferð um Þingholtin. Á göngunni fræðast þeir um skáldin okkar; lesa úr verkum þeirra eða syngja ljóð og anda að sér sögunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur búa sig undir að syngja vísur Þórbergs um Skólavörðuholtið. Smellið á myndina til að stækka hana

Íþróttaálfur og heilsuganga

Það var blíðskaparveður þegar nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands fóru í dag í tæplega 3 km. heilsugöngu. Gangan er liður í verkefninu heilsuefling framhaldsskóla, en hreyfing er í forgrunni verkefnisins skólaárið 2012/2013. Það er óhætt að segja að nemendur hafi verið vel undirbúnir undir gönguna því það var enginn annar en íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, sem sá… Read more »

Hraði og hreyfing á miðvikudegi

Heilsuefling Verzlunarskólans heldur áfram og nú er komið að því að ræsa næsta hluta formlega, hreyfinguna. Miðvikudaginn 19. september verður kennt samkvæmt stundaskrá hraða og hreyfingu til hádegis. Fyrstu þrjár kennslustundirnar verða 40 mínútur að lengd en síðasti tíminn fyrir hádegi verður nýttur til útiveru. Nemendur og starfsfólk hittast á marmaranum klukkan 10:40 og byrja… Read more »

Ragnar Már sigraði á sterku golfmóti

Ragnar Már Garðarsson, nemendi í 4-U, bar í gær sigur úr býtum á Duke of York-golfmótinu. Það þykir mikið afrek að vinna mótið, en það er eitt sterkasta unglingamót sem haldið er á hverju ári. Efnilegustu kylfingar Evrópu taka þátt á Duke of York mótinu en aðeins landsmeistarar unglinga fá keppnisrétt á mótinu. Mótið var spennandi… Read more »

Nýnemaball í Vodafonehöllinni

Nemendafélagið stendur fyrir dansleik miðvikudaginn. 12. september. Ballið verður í Vodafonehöllinni og stendur frá klukkan 22:00 til 01:00. Nýnemaballið er með stærri dansleikjum vetrarins og mikil stemning fyrir því. Flestir bekkir hittast fyrr um kvöldið í heimahúsum og beinum við þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að leyfa hvorki eftirlitslaus partí né meðferð áfengis. Undanfarin… Read more »