Month: október 2012

Bleikur föstudagur í Verzlunarskólanum

Eins og flestir vita er október mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Að því tilefni voru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 12. október og lét Verzlunarskólinn ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og mættu margir nemendur og kennarar í einhverju bleiku til að stunda nám sitt… Read more »

Miðannarmatið

Föstudaginn 12. október fá forráðamenn nemenda aðgang að miðannarmati í gegnum foreldraaðganginn á www.verslo.is. Tilgangurinn með mati á miðri önn er að gefa nemanda og forráðamönnum hans upplýsingar um námslega stöðu nemandans miðað við vinnuframlag hans. Matið er ekki hluti af lokaeinkunn en er m.a. ætlað að gefa nemendum vísbendingar um hvers vænta megi í lokaeinkunn… Read more »

Vel heppnaðar ferðir til Berlínar og Madrídar

Dagana 26. september til 3. október fóru nemendur 5. bekkjar á Alþjóða- og Málabraut í menningar-, námsferð til Madrídar. Í Madríd heimsótti hópurinn m.a. konungshöllina, dýragarðinn, Pradosafnið, Instituto Cervantes og aðra sögufræga staði í miðborg Madridar. Farið var í ratleik í miðborg Madridar þar sem nemendur öfluðu sér upplýsinga um staðinn sem þau voru á… Read more »

VÍ-mr dagurinn

Í dag, föstudaginn, 5. október, munu nemendur Verzlunarskólans etja kappi við nemendur Menntaskólans í Reykjavík á svokölluðum VÍ-mr degi (sem MR-ingar kalla MR-ví daginn). Þessi dagur á sér tveggja áratuga sögu en upphaf hans má rekja til mikils rígs á milli skólanna, sérstaklega þegar VÍ var við Grundarstíg. Til þess að ná tökum á þessum… Read more »

Aðalfundur foreldrafélagsins 3. október

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 3. október kl. 19:00. Á dagskrá verður skýrsla fráfarandi stjórnar, kosning stjórnar og önnur mál. Að loknum aðalfundi (klukkan 20:00) mun Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningu koma og fjalla um rannsóknir á högum og líðan ungs fólks undanfarin ár og áhrif forvarna gagnvart neyslu vímuefna. Áhugavert er fyrir foreldra… Read more »

SAT próf 6. október

Þeir sem hyggjast þreyta SAT próf 6. október nk. þurfa að mæta stundvíslega kl. 7:30 norðan megin við Verzlunarskólann (gegnt Borgarleikhúsinu).  Vinsamlegast athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:30.

SAT próf 3. nóvember

Þeir sem hyggjast þreyta SAT próf 3. nóvember nk. þurfa að mæta stundvíslega kl. 7:30 norðan megin við Verzlunarskólann (gegnt Borgarleikhúsinu). Vinsamlegast athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:30.

Svíar í heimsókn

Vikuna 7. – 12. október komu 28 nemendur frá bænum Falun í Svíþjóð í heimsókn í skólann. Heimsókn þeirra var liður í Nordplus verkefni sem Verzlunarskólinn og Lugnetgymnasiet eru þátttakendur í og ber yfirskriftina Business Culture, Entreprenouership and Educational practices. Um er að ræða nemendaskipti þar sem nemendur gista á heimilum hjá hvort öðru, kynnast… Read more »

Ferð nemenda til Sankti Pétursborgar í valgreininni Rússland: Saga og menning

Fimmtíu og níu nemendur í valgreininni Rússland: Saga og menning, fóru í fimm daga vettvangsferð til Sankti Pétursborgar á dögunum 17. til 22. október. Rússneska utanríkisráðuneytið og utanríkismálaskrifstofa Sankti Pétursborgar var hópnum innan handar og greiddu götu hans í ferðinni. Fararstjórar og skipuleggjendur ferðarinnar voru: Bessí Jóhannsdóttir, Hallur Örn Jónsson og Jón Ingvar Kjaran. Flogið… Read more »

Fjórir Evrópumeistarar í Verzlunarskólanum

Eins og alþjóð veit varð íslenska landsliðið í hópfimleikum Evrópumeistari í greininni um helgina, bæði í kvenna- og stúlknaflokki. Verzlunarskólinn átti fjóra fulltrúa, þrjár í kvennaliðinu og eina í stúlknaliðinu. Þær Glódís Guðgeirsdóttir (6-R), Rakel Tómasdóttir (6-F) og Sólveig Bergsdóttir (6-U) eru Evrópumeistarar í kvennaflokki og Sara Margrét Jóhannesdóttir (3-U) í stúlknaflokki. Það þarf ekki… Read more »