Month: október 2013

Ball í Gullhömrum

Nemendafélagið stendur fyrir balli í kvöld í Gullhömrum. Eins og áður hvetur skólinn foreldra til þess að leyfa ekki eftirlitslaus partí í heimahúsum. Til þess að forðast örtröð fyrir utan er nemendum bent á eftirfarandi tímamörk: 3. bekkur mætir 22:00-22:30 4. bekkur mætir 22:30-23:00 5. bekkur mætir 23:00-23:30 6. bekkur mætir 23:30-24:00 Ballið stendur yfir… Read more »

Nýútskrifaðir Verzlingar gera það gott

Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. Ræða hennar hefur vakið mikla athygli og hún fengið mikið lof fyrir. Sigríður María lagði áherslu á mikilvægi menntunar ungra stúlkna og sagði að menntun væri lykillinn að sjálfstæði. Sigríður María útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands í vor. Þegar hún stundaði hér nám… Read more »

Upplestrarhátíð á Borgarbókasafni fyrir framhaldsskóla

Fimmtudaginn 24. október var haldin upplestrarhátíð á Borgarbókasafni fyrir framhaldsskóla í tilefni Lestrarhátíðar sem Reykjavík bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir árlega í október. Þema Lestrarhátíðar í ár er borgarljóð. Verslunarskólanemendur tóku þátt í hátíðinni þegar allir nemendur 3. R, sem eru í tjáningu, lásu ljóð eftir íslenskt ljóðskáld. Efni þeirra tengdust hverfinu, svo sem Öskjuhlíð, Klambratúni,… Read more »

Bingó

Í kvöld mun Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands halda hið árlega bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði. Bingóið er liður í söfnun Góðgerðarráðsins fyrir skóla í Faisalabad í Pakistan og mun allur góði renna óskiptur þangað. Bingóið hefst klukkan 19:30 og eru allir hvattir til að mæta.

Bekkur mánaðarins

Í anda þeirra gilda sem skólinn starfar eftir verður í hverjum mánuði valinn bekkur sem þykir vera til fyrirmyndar. Við val á bekk mánaðar er meðal annars horft til: – Námsástundun, þ.e. vinnusemi í tímum (hæfni). – Mætingar. (ábyrgð). – Umgengni um stofuna, flokkun á rusli o.fl. (ábyrgð/virðing). – Framkomu nemenda við kennara og aðra… Read more »

Frakklandsferð

Dagana 4. til 11. október fóru 29 nemendur úr 5. bekk til Frakklands og dvöldu þar í viku.  Byrjað var á því að endurgjalda heimsókn 29 franskra ungmenna sem komu hingað til lands síðastliðið vor frá menntaskólanum Lycée Fulbert í Chartres.  Dvöldu íslensku ungmennin á frönskum heimilum meðan á heimsókn þeirra til Chartres stóð. Auk… Read more »

Miðannarmat

Miðannarmat haustannar 2013 verður aðgengilegt í upplýsingakerfinu klukkan 14:00 í dag. Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda geta séð niðurstöðurnar á foreldrasvæðinu. Rétt er að benda lögráða nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra á að nemendur geta á sínu svæði opnað fyrir aðgang foreldra að nýju.

Námsferð til Barcelona

Dagana 27. september til 5. október fóru 24 nemendur í spænsku í 5. bekk í nemendaskiptaferð til Katalóníu. Hópurinn dvaldist á heimilum katalónskra ungmenna í bænum Mollerussa sem er u.þ.b. í einnar og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Barcelona. Í Katalóníu fræddist hópurinn m.a. um miðborg Barcelona, Katalónska þingið, La Sagrada Familia, Kauphöll Barcelonaborgar og menningu… Read more »

Jarðfræðiferð í 5. bekk

Nemendur í 5R og 5T fóru í jarðfræðiferð þriðjudaginn 1. október. Farið var um Reykjanes í ágætisveðri, keyrt vestur með nesinu að norðan og með sunnanverðu Reykjanesi að Krýsuvík. Þaðan var haldið til baka í Versló eftir velheppnaða ferð. Jarðfræði Reykjaness er fjölbreytt og margt að sjá fyrir áhugasama nemendur. Því var stoppað á mörgum… Read more »

Íþróttavika NFVÍ

Nú stendur yfir árleg íþróttavika NFVÍ. Boðið er upp á fjölbreytta íþróttaviðburði eins og jóga, box, borðtennismót, limbókeppni og diskókeilu. Í dag fór fram fótboltaleikur á milli stjórnar NFVÍ og kennara skólans en eins og undanfarin ár báru kennarar skólans sigur úr býtum.