Month: nóvember 2013

Nordplus – Besta verkefnið

Nýlega var Nordplusverkefni sem Verzlunarskólinn vann með Lugnetgymnasiet í Svíþjóð valið Best Practice Project á Nordplusráðstefnu í Stokkhólmi. Verðlaunin eru góð viðurkenning á mikilli vinnu sem skipuleggjendur og nemendur lögðu á sig. Af skólans hálfu unnu nemendur á viðskiptabraut 5. bekkjar að verkefninu undir leiðsögn viðskiptakennaranna Guðrúnar Ingu og Sigríðar Bjarkar. Það sem heillaði dómnefndina… Read more »

Hispanic Heritage Month

Sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga bauð nýlega íslenskum nemendum og spænskukennurum á heimili sitt til þess að þeir gætu fræðst um arfleifð Rómönsku-Ameríku í Bandaríkjunum. Nemendur frá Verzló, MR, MH og HÍ fengu þarna kjörið tækifæri til þess að nýta spænskukunnáttu sína og spjalla við spænskumælandi manneskju um ýmislegt sem viðkemur spænskri tungu í bandarísku samfélagi…. Read more »

Vælið

Vælið, söngkeppni skólans, fer fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 22. nóvember. Vælið er annar af hápunktum haustannar í starfi nemendafélagsins. Undirbúningur og framkvæmd hvíla á herðum skemmtinefndar. Á Vælinu koma fram 12 hæfileikaríkir nemendur skólans og láta ljós sitt skína í keppni sem umfram allt miðar að því að skemmta áhorfendum. Einnig verður sýndur skemmtiþáttur… Read more »

Ræðukeppni ESU

Guðrún Gígja Sigurðardóttir í 3T og Árni Reynir Guðmundsson í 4A tóku þátt í ræðukeppni ESU (English Speaking Union) sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 8. og 9. nóvember sl.  Guðrún Gígja hafnaði þar í öðru sæti en alls tóku fimm ungmenni þátt og komu þau úr MA, MH, FÁ og VÍ.  Allir ræðumennirnir… Read more »

Rætt um menningu og mikilvægi sundlauga

Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heimsótti 6. bekk í gær og las úr nýútkominni bók sinni, Vince Vaughn í skýjunum. Hann ræddi einnig við nemendur um hin fjölbreytilegustu málefni eins og tónlist, bókmenntir og sundlaugar. Laugardalslaugin er einmitt notuð sem sögusvið í bók Halldórs en að hans mati gegna sundlaugar á Íslandi mikilvægu félagslegu hlutverki í… Read more »

Orð eru gefins

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum. Í tilefni dagsins stendur hópurinn „Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti“ fyrir hátíðardagskrá sem Verzlunarskólinn sér um að hýsa. Dagskráin stendur frá 13-16 og eru allir aðilar skólasamfélagsins hvattir til að mæta en aðgangur er ókeypis. Starfsfólk og nemendur… Read more »

Ræðukeppni í ensku

Mánudaginn 4. nóvember var haldin hér í Verzlunarskólanum ræðukeppni í ensku, sem er forkeppni fyrir landskeppni í ræðumennsku á ensku.  Alþjóðleg samtök, ESU (English Speaking Union) standa svo fyrir landskeppni, sem verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 8.-9. nóvember. Sigurvegarinn í Versló-keppninni var Guðrún Gígja Sigurðardóttir, 3-T, sem kaus að fjalla um hvernig nýjar hugmyndir… Read more »