Month: júní 2015

Vefpóstur

NULL

Við lok innritunar

  Nú er innritun í framhaldsskóla lokið og vonandi fara sem flestir sáttir út í sumarið. Aðsókn að Verzlunarskólanum var mjög mikil í ár og sóttu 555 um skólann sem val 1 og 140 val 2. Enginn nemandi sem valdi skólann sem val 2 innritaðist, einfaldlega vegna þess að þeir voru með nógu háar einkunnir… Read more »

Vélritun og undirbúningsnámskeið í stærðfræði

Nemendum sem skráðir eru á 1. námsár 2015-2016 gefst kostur á að ljúka vélritunaráfanganum VÉLR1FI02 í fjarnámi í sumar. Standist nemandi áfangann í ágúst telst honum lokið. Í brautarlýsingu er gert ráð fyrir að áfanginn verði kenndur samhliða tölvuáfanganum TÖLV2RT05 ýmist á haust- eða vorönn, eftir bekkjum, og munu þeir sem ekki hafa lokið áfanganum… Read more »

Fjarnám á sumarönn

Sumarönn í fjarnámi er nú nýhafin og hafa nemendur sem hafa greitt námskeiðsgjöld þegar fengið úthlutað aðgangsorðum. Enn er þó hægt að hefja nám og hefur frestur til að skrá sig verið framlengdur til miðnættis 29. júní. Skráning fer fram hér.