Year: 2017

Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófunum

 Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 6. maí til og með  21. maí eftirfarandi: Mánud. – fimmtud. 8:00-22:00 Föstud. 8:00-19:00 Laugard. 10:00-19:00 Sunnud. 10:00-22:00

Eldri lokapróf í Innu

Nemendur geta nú nálgast gömul lokapróf í Innu. Velja þarf áfangann og þar undir Upplýsingar. Undir Eldri lokapróf ættu að vera eitt til tvö próf sem hægt er að hala niður. Ef ekkert birtist þá hefur kennarinn ekki enn sett lokaprófin í Innu.  

Stúdentafagnaður

Stúdentafagnaður afmælisárganga Verzlunarskóla Íslands verður haldinn í Gullhömrum föstudaginn 12. maí 2017.  Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20. Miðaverð kr. 9.500.- og greiðist inn á 0515-14-613742 kt. 690269-1399 fyrir 5. maí nk. Miðar afhentir við innganginn. Allar nánari uppl. á skrifstofu skólans.  Dagskrá  12. maí 2017  ·                  Ingi Ólafsson skólastjóri býður gesti velkomna… Read more »

Afgreiðslutími Bókasafns VÍ

Bókasafn skólans verður opið í vetur á eftirfarandi tíma: Mánudaga – fimmtudaga kl. 8:00 – 19:00Föstudaga kl. 8:00 – 16:00 Verið velkomin

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

  Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl. 20:00.  Dagskráin hefst á því að skólastjóri fer yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu. Eftir dagskrá í Bláa… Read more »

Nýnemavika

Vikuna 28. ágúst-1. september er haldin hátíðleg nýnemavika hér í Verzlunarskóla Íslands. Nýir nemendur er boðnir velkomnir með allskyns leikjum og keppnum milli bekkja. Þema vikunar þetta árið er reif (rave), þar sem raftónlist og flott ljósasýning spilar stórt hlutverk. Vikan endar svo á nýnemaferð í Borgarnes þar sem hópnum er hrist saman með skemmtilegri… Read more »

Afmælishátíð Erasmus+

Í gær var haldið upp á 30 ára afmælishátíð Erasmus+ í Silfurbergi í Hörpu. Hátíðin var vegleg og í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir verkefni á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla. Eitt af þeim verkefnum sem tilnefnd voru til verðlauna var eTwinning verkefni á vegum Verzlunarskólans sem Hilda Torres og spænskudeildin hafa… Read more »

Valdimar Hergeirsson

Valdimar Hergeirsson, fyrrverandi yfirkennari Verzlunarskóla Íslands, lést þann 28. október síðastliðinn. Valdimar og Verzlunarskólinn áttu samleið í um hálfa öld. Hann hóf nám við skólann 1945 og útskrifaðist sem stúdent vorið 1952. Að loknu stúdentsprófi lagði Valdimar stund á viðskiptafræði við Háskóla Íslands og háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1960 var Valdimar ráðinn til starfa við… Read more »

Styrkur frá foreldraráði til Bókasafns VÍ

Bókasafnið fékk afhentan veglegan styrk frá foreldraráði. Keyptar voru bækur, hleðslutæki fyrir síma og fartölvur, spil, heyrnartól og fleira. Gjöfin kemur að mjög góðum notum og eru kennarar t.a.m. nú þegar farnir að nota spilin bæði í tungumálakennslu og í lífsleiknitímum. Nemendur gleyma gjarnan hleðslutækjum fyrir fartölvur sínar og síma og því gott að geta… Read more »

Nemendur VÍ tóku þátt í Erasmus+ fundi í Finnlandi, í 6 landa verkefni

Dagana 1.-7. október tóku nokkrir nemendur í 3-A ásamt tveimur kennurum þátt í Erasmus+ fundi í verkefninu Welcome to My City í Hyvinkää í Finnlandi. Nemendurnir dvöldu á finnskum heimilum og unnu saman að ýmis konar verkefnum sem lúta að þema verkefnisins í skólanum. Þannig kynntust þeir bæði finnsku fjölskyldulífi og skólalífinu. Verkefnin voru að… Read more »