Year: 2018

Jólaleyfi

Skólanum verður lokað 20. desember klukkan 15:00 og hann opnaður aftur föstudaginn 4. janúar klukkan 8.00. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá föstudaginn 4. janúar. Endurtektarpróf verða haldin 4. 7. og 8. janúar.  Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4 hæð) og eru nemendur hvattir… Read more »

Útskrift

Fimmtudaginn 20. desember voru sjö nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þau Daníel Capaul, Einar Lár Guðmundsson, Eva Rún Barðadóttir, Ísabella Schweitz Ágústsdóttir, Lára Kristín Traustadóttir, Sigtryggur Daði Rúnarsson og Sonja Rún Kiernan. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018

Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018. Verðlaunin voru veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. desember s.l. Mennta Maskína er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Í þetta skiptið var áhersla lögð á nýsköpun í velferðatækni. Verkefnið hefur verið styrkt af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, MND félaginu, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Reykjavíkurborg og Fab Lab Reykjavíkur.Teymi voru mynduð í framhaldskólunum sem unnu… Read more »

Hópurinn VON krúsir afhenti Krabbameinsfélaginu 1.000.000 kr.

Í síðustu viku hittist hópurinn VON krúsir í húsnæði Krabbameinsfélagisns til að ljúka með formlegum hætti áfanganum Frumkvöðlafræði frá því á vorönn 2018. Hópurinn er skipaður fimm stelpum, þeim Önnu Maríu, Páldísi, Arndísi, Elfu og Valgerði. Þegar hugmyndavinnan hófst í janúar sl. voru þær staðráðnar í því að þær vildu láta eitthvað gott af sér… Read more »

Nemendur í frönsku skiptast á heimsóknum við frönsk ungmenni frá Rumilly í Frakklandi

Dagana 5. – 12. september dvaldi 18 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í Rumilly í frönsku ölpunum. Dvöldu nemendur hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum, siðum og venjum.  Auk þess að sitja í tímum í Le Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle var farið í fjölda skoðunarferða, m.a. til Lyon, Annecy… Read more »

Útskrift

Föstudaginn 31. ágúst voru 4 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þau  Alfons Sampsted, Gísli Már Guðmundsson, Kristín Líf Örnudóttir og Ólöf Þórunn Hafliðadóttir. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

Útskrift

Föstudaginn 24. ágúst 2018 var Bogi Benediktsson útskrifaður með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Skólinn óskar honum innilega  til hamingju með áfangann. 

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 23. ágúst nk. kl. 20:00.  Dagskráin hefst á því að skólastjóri fer yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu. Eftir dagskrá í Bláa sal… Read more »

Nýnemakynning

Þann 17. ágúst eiga nýnemar að mæta í Bláa sal á 2. hæð kl. 10.00. Skólastjóri mun þar setja skólann og ávarpa nýnema sérstaklega. Að skólasetningu lokinni fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir fá til að mynda afhent aðgangs- og lykilorð að tölvukerfi skólans, fara í myndatöku hjá NFVÍ og íþróttakennarar skólans… Read more »

Skólabyrjun og bóksala

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands hefst með athöfnin sem er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00 föstudaginn 17. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal). Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum sem varir til klukkan 15:00…. Read more »