19. jún. 2018 : Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofur skólans verða lokaðar vegna sumarleyfa frá miðvikudeginum 20.06.2018 til þriðjudagsins 07.08.2018.

Fjarnámspróf verða 8. - 15. ágúst. Sjá próftöflu hér. 

Föstudaginn 17. ágúst kl. 10:00 - 15:00 verður nýnemakynning og mæta þá einungis nýnemar í skólann. Eldri nemendur mæta föstudaginn 18. ágúst og þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Nemendur nálgast stundaskrá sína og bókalista á INNU fyrir skólabyrjun. Skóladagatal næsta skólaárs er hægt að skoða hér .  

16. jún. 2018 : Lok innritunar vor 2018

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 642 umsóknir,  488 sem val 1 og 154 sem val 2. Í ár voru 325 nemendur innritaðir á fyrsta ár. Fleiri nemendur eru teknir inn nú í ár en í fyrra, en það stafar af því að nú í vor útskrifuðust tveir árgangar frá skólanum vegna styttingar náms til stúdentsprófs, þ.e. fyrstu nemendur í nýju þriggja ára námi og síðasti árgangurinn í fjögurra ára námi. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.

11. jún. 2018 : Undirbúningsnámskeið í stærðfræði fyrir nýnema

Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆR-Undirbúningur) fyrir nýnema.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Verzlunarskólans 13.-15. ágúst (mán-mið). Kennt verður frá 9 til 12 alla dagana og gert er ráð fyrir að nemendur læri líka heima.

Námskeiðið endar á skriflegu prófi, þeir sem ná prófinu fá eina einingu fyrir námskeiðið.

Námskeiðið verður í umsjá stærðfræðikennara skólans. Farið verður yfir brotareikning, þáttun, jöfnur og rúmfræði. Námskeiðið er valfrjálst en sem viðmið eru hér nokkur dæmi  sem eru sambærileg þeim sem farið verður í á námskeiðinu. Svör við dæmunum  má nálgast hér.

4. jún. 2018 : Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 26. maí við hátíðlega athöfn í Hörpu. Að þessu sinni brautskráðust 543 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 256 úr þriggja ára náminu, 281 úr fjögurra ára náminu og 6 úr fjarnámi.