16. jún. 2018 : Lok innritunar vor 2018

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 642 umsóknir,  488 sem val 1 og 154 sem val 2. Í ár voru 325 nemendur innritaðir á fyrsta ár. Fleiri nemendur eru teknir inn nú í ár en í fyrra, en það stafar af því að nú í vor útskrifuðust tveir árgangar frá skólanum vegna styttingar náms til stúdentsprófs, þ.e. fyrstu nemendur í nýju þriggja ára námi og síðasti árgangurinn í fjögurra ára námi. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.

4. jún. 2018 : Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 26. maí við hátíðlega athöfn í Hörpu. Að þessu sinni brautskráðust 543 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 256 úr þriggja ára náminu, 281 úr fjögurra ára náminu og 6 úr fjarnámi.