Month: október 2018

Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Í síðustu viku var tilkynnt hvaða nemendur hefðu komist í úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og voru nokkrir Verzlingar í þeim hópi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu margir 1. árs nemar komust áfram en 5 af 18 nemendum af neðra stigi koma úr Verzlunarskólanum. Á þriðjudaginn fór fram afhending viðurkenninga til þeirra sem voru í… Read more »

Haustfrí

Skólinn verður lokaður vegna haustfrís frá kl. 16:00 fimmtudaginn 18. október til kl. 08:00 þriðjudaginn 23. október. Gleðilegt haustfrí!

Opna Norðurlandameistarmótið í skylmingum

Opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram í Lund í Svíþjóð um helgina. Ísland átti 13 keppendur á mótinu og vann íslenska skylmingafólkið til ellefu verðlauna á mótinu. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og var þetta eitt fjölmennasta og sterkasta Opna Norðurlandameistaramótið frá upphafi. Einn keppenda Íslands er Verzlingur. Andri Nikolaysson Mateev…. Read more »

Dómsmál tekið fyrir í lögfræðitíma

Í síðustu fór fram tvöföld aðalmeðferð í héraðsdómsmálinu „Kristinn Styrkársson Proppé gegn Líf Veru Brands- og Sölkudóttur o.fl.“ Kristinn (betur þekktur sem Stinni stuð) krafðist þess að tiltekin ummæli í Verzlunarskólablaðinu yrðu dæmd dauð og ómerk og sér dæmdar miskabætur. Nemendur sömdu stefnu, greinargerð, málflutningsræður og aðiljaskýrslur, en dóms er að vænta í næstu viku…. Read more »

Námsmatstímar

Dagana 10. og 11. október næstkomandi verður skólastarf brotið upp með námsmatstímum.  Með auknu símati hefur vægi verkefna á önninni aukist auk þess sem breyttir kennsluhættir hafa fært stór hlutapróf í einstaka greinum inn á miðja önnina. Tilgangurinn með þessu uppbroti er að leggja fyrir stór hlutapróf, gefa færi á að kalla nemendur í sjúkrapróf… Read more »