Month: mars 2020

COVID-19 kemur illa við Erasmus+ skólasamstarfið

Ákveðið hefur verið að fresta fundum í eftirfarandi  Evrópusamstarfsverkefnum sem Verzlunarskóli Íslands er aðili að:Maribor í Slóveníu, 15.-21. mars.Reykjavík, 22.-28. mars.Rybnik í Póllandi, 23.-29. mars.Tolmin í Slóveníu, 18.-23 aprílGert er ráð fyrir að flestir ofangreindra funda verði haldnir í upphafi næsta skólaárs á hausti komandi í september og október.

Opnu húsi frestað

Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid19-veirunnar hefur opnu húsi sem vera átti 10. mars í Verzlunarskólanum verið frestað. Áfram er stefnt að því að bjóða nemendum 10. bekkjar, ásamt foreldum og forráðamönnum á opið hús áður en innritun lýkur í júní. Nemendum í 10. bekk, ásamt foreldum og forráðamönnum… Read more »

Vegna kórónaveirunnar/COVID-19

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Vegna þessa var kafla um leiðbeiningar fyrir skóla um varnir gegn sýklum hraðað og má finna hér. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis… Read more »

Breyttur opnunartími skólans vegna Covid19- veirunnar

Frá og með deginum í dag mun opnunartími skólans breytast og þar með bókasafnsins. Skólinn lokar klukkan 17:00 í stað 19:00. Þetta eru tímabundnar aðgerðir vegna neyðarstigs almannavarna vegna Covid19-veirunnar.

Fleiri fundum í Evrópusamstarfsverkefnum frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fundum í eftirfarandi Evrópusamstarfsverkefnum sem Verzlunarskóli Íslands er aðili að: Reykjavík, 29. mars – 4. apríl.Rize, Tyrklandi, 19. – 25. apríl. Gert er ráð fyrir að ofangreindir fundir verði haldnir í upphafi næsta skólaárs á hausti komandi í ágústlok og október.

Fyrstu viðbrögð vegna skólalokunar

Nú hefur verið tilkynnt um samkomubann og lokun framhaldsskóla í 4 vikur. Það er mikilvægt að bæði nemendur og foreldrar séu meðvitaðir um að nám og kennsla heldur áfram þótt til lokunar skólans hafi komið. Um fordæmalausa aðgerð er að ræða og er litið svo á að bæði kennarar og nemendur færi starfsstöðvar sínar heim…. Read more »

Stærðfræðikennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða stærðfræðikennara í 100% starf fyrir skólaárið 2020-2021. Hæfnikröfur: Háskólapróf í stærðfræði.  Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum: Góða vinnuaðstöðu. Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna –og þróunarstjóri gunninga@verslo.is Umsóknarfrestur er til 8. apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is  Verzlunarskóli Íslands… Read more »

Viltu spjalla?

Ekki hika við að hafa samband við okkur náms- og starfsráðgjafana: 1. árs nemar, Sóley s:8634393- soley@verslo.is2. árs nemar, Kristín Huld s: 8611913 – kristinh@verslo.is 3. árs nemar, Berglind Helga s: 6978772 – berglindhelga@verslo.is

Stúdentafagnaði frestað

Fyrirhuguðum stúdentafagnaði sem vera átti 15. maí 2020 hefur verið  frestað til haustsins. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.