Month: maí 2020

Brautskráning í beinni útsendingu laugardaginn 23. maí klukkan 14:00

Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu brautskráningar þann 23. maí klukkan 14:00. Dagskráin hefst á píanóleik Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar fyrrverandi nemenda skólans.  Því næst taka Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir við og kynna næstu atriði. Dagskráin verður glæsileg að vanda þar sem meðal annars má sjá, tónlistaratriði útskriftarnema, myndband úr skólalífi stúdentsefna og útskriftarræðu… Read more »

Endurtektarpróf

Dagana 27.-29. maí  verða endurtektarpróf í dagskólanum og er próftaflan komin á heimasíðuna. Nemendur eru sjálfkrafa skráðir í próf í þeim áföngum sem þeir stóðust ekki. Þeir sem ekki ná endurtektarprófi, eða kjósa að þreyta þau ekki, þurfa að endurtaka áfangann í fjarnámi Verzlunarskólans. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem ekki ná endurtektarprófi, skrái sig sjálfir… Read more »

Brautskráning í beinni útsendingu

Í ár verður söguleg brautskráning stúdentsefna Verzlunarskóla Íslands 2020 en athöfnin verður í beinni útsendingu á www.verslostudent.is . Á meðfylgjandi mynd (smella á myndina til að stækka hana)má sjá boðskort til stúdentsefna frá Inga Ólafssyni, skólastjóra.  

Birting einkunna og prófsýning

Einkunnir birtast í INNU þriðjudaginn 19. maí klukkan 18:00. Prófsýning verður rafræn í ár. Nemendur, sem óska eftir að sjá úrlausnir sínar í öðrum prófum en tekin voru í INNU, geta sent póst á kennara sína milli 8:30 og 10:00, miðvikudaginn 20. maí. Þeim póstum sem berast á réttum tíma verður svarað samdægurs en öðrum… Read more »

Sálfræðingur

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða sálfræðing í 50% starf skólaárið 2020-2021 Sálfræðingur

Spænsku- og enskukennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða spænsku- og enskukennara fyrir skólaárið 2020-2021. Spænsku- og enskukennari  

Opið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Forsætisráðuneytið vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára frá öllum landshlutum. Valdir verða tíu nýir fulltrúar í ráðið sem munu fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá og með september 2020 og út vorönn 2021…. Read more »

Brautskráning 23. maí kl 14:00

Brautskráning stúdentsefna fer fram í Verzlunarskóla Íslands laugardaginn 23. maí nk. kl. 14. Athöfnin verður snertilaus og send út í beinni útsendingu á verslostudent.is þar sem nemendur og aðstandendur geta fylgst með athöfninni. Engir gestir fyrir utan nýstúdentana verða leyfðir inni í skólahúsinu. Gera má ráð fyrir að athöfnin taki um 2 klst.

LÚVÍ 2020

LÚVÍ, Listahátíð útskriftarnema á Nýsköpunar- og listabraut, er að þessu sinni haldið á netinu. Opnun hátíðarinnar er 6. maí og stendur frá kl. 14 – 15:30 en á þeim tíma raðast listaverkin inn á viðburðinn (sjá dagskrá). Hátíðin verður svo opin fyrir gesti fram að útskriftardegi þann 23. maí. Listahátíðin er lokaverkefni nemenda á Nýsköpunar-… Read more »

Nemendur í áfanganum Umhverfisfræði keppa til úrslita í dag

Nemendur í áfanganum Umhverfisfræði eru komnir í undanúrslit í keppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar.  Tíu framhaldsskólar tóku þátt  í samkeppninni og verða þau bestu verðlaunuð í dag. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 13:00 og verður viðburðinum streymt. Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið sem má nálgast hér. Streymi