Month: ágúst 2021

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) mánudaginn 6. september. Fundurinn verður tvískiptur vegna fjöldatakmarkana og óskum við eftir að aðeins einn forráðamaður frá hverjum nemanda mæti á fundinn. Fundurinn er klukkan 17:00 fyrir foreldra/forráðamenn nemenda á viðskiptabraut og lista- og nýsköpunarbraut og klukkan 18:00 fyrir foreldra/forráðamenn nemenda á náttúrufræðibraut og alþjóðabraut. Dagskráin… Read more »

Útskrift

Föstudaginn 27. ágúst voru sex nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Arna Guðjónsdóttir Stúdentspróf Birna Ósk Gunnarsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu Björgvin Haukur Bjarnason Stúdentspróf Hinrik Ari Laufdal Ingólfsson Stúdentspróf Höskuldur Freyr Sveinsson Stúdentspróf Thea Möller Þorleifsson Stúdentspróf Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Snara.is

Nemendur skólans hafa aðgang að uppflettiritum Snöru frá staðarneti skólans. Nemendur sem kjósa að kaupa aðgang að Snöru heimavið geta fengið ársaðgang á aðeins 990 kr. Nemendur þurfa skrá sig inn á Snöru með Microsoft-innskráningu og skólanetfanginu. Opna Snöru, smella á „Innskráning“, smella á „Innskrá með Microsoft“ og skrá sig inn með skólanetfanginu.

Skólinn settur í 117. skipti og móttaka nýnema

Verzlunarskóli Íslands var settur þann 19. ágúst síðastliðinn í 117. skipti. Guðrún Inga Sívertsen nýráðinn skólastjóri, setti skólann. Samtals eru 1058 nemendur skráðir í dagskóla á þessari önn og af þeim eru 362 nýnemar sem skiptast niður í 14 bekki.Að skólasetningu lokinni fengu nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir hittu til að mynda… Read more »

Bókasafn VÍ

Bókasafn VÍ

Bókasafnið er staðsett á fjórðu hæð skólans. Mjög góð vinnuaðstaða er fyrir nemendur, þar sem nemendur geta annars vegar valið sér einstaklingsborð og hins vegar lítil og stór hópvinnuborð. Á safninu eru sæti fyrir 110 nemendur, þar er einnig hópvinnuherbergi sem nemendur hafa aðgang að. Á neðri hæð bókasafnsins er lesstofan okkar, þar eru 30 lesbásar… Read more »

Nemendaþjónusta

Námsráðgjafar og sálfræðingur skólans eru til viðtals bæði á TEAMS og í skólanum. Nánari upplýsingar á síðu nemendaþjónustunnar.  Kristín Huld 1. ár kristinh@verslo.is  Berglind Helga 2. ár berglindhelga@verslo.is Sóley 3. ár soley@verslo.is Helga Dögg sálfræðingur helgadogg@verslo.is

Bóksala

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í stofu 101 (1 hæð). Bóksalan verður opin á eftirfarandi tímum: 19. ágúst 12:00-17:00 20. ágúst 9:00-16:00 23. ágúst 9:00-16:00 Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá bókakaupum sem fyrst.

Vestnorræna ævintýrið heldur áfram – NGK bekkir í þremur löndum!

Í upphafi skólaárs eru þrír Norður- Atlantshafsbekkir að hefja nám í þremur löndum. Nemendur á fyrsta ári eru í Gribskov menntaskólanum, í Danmörku. Nemendur á öðru ári eru í Færeyjum í Miðnám menntaskólanum í Kambsdal og nemendur á þriðja og á lokaárinu eru í GUX menntaskólanum í Sisimiut á Grænlandi (66,9¨norður!). Þeir flottu frumherjar verða… Read more »

Kennsla í sænsku og norsku

Þeir nemendur sem óska eftir að taka sænsku eða norsku nú á haustönn þurfa að ganga frá skráningu sem fyrst. Skráning fer fram á skrifstofu Verzlunarskólans eða með því að senda póst á birgitta@verslo.is Kennslan fer fram í MH.