Month: september 2021

Er þín fjölskylda NGK fjölskylda?

Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður-Atlantshafssvæðinu. Nemendur mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og… Read more »

Heimboð í Verzló fyrir forráðamenn nemenda á 2. ári

Forráðamönnum nemenda á 2. ári er boðið í skólann mánudaginn 20. september klukkan 17:00. Við óskum eftir því að aðeins einn forráðamaður mæti frá hverjum nemenda. Kynning á skólanum fer fram í Bláa sal (2. hæð) þar sem farið verður yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Jafnframt mun fulltrúi frá stjórn NFVÍ… Read more »

Grunnþættir menntunar í Verzló

Mikilvægur þáttur í skólastarfi Verzlunarskóla Íslands er að meta starfið og sjá hvað vel er gert og gera umbætur þar sem þurfa þykir. Síðastliðið vor var efnt til starfsdags meðal starfsmanna skólans til að rýna í hvernig og hversu mikið unnið er með grunnþætti menntunar. Grunnþættir menntunar birtast í menntastefnu Aðalnámskrá framhaldsskólanna frá 2011 sem… Read more »

Viðhaldsúttekt jafnlaunakerfis Verzlunarskóla Íslands 2021

Fyrir ári síðan fékk skólinn jafnlaunavottun og í júní sl. fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu sem skólinn stóðst án athugasemda.  Verzlunarskóli Íslands starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna Verzlunarskólans. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að launajafnrétti kynjanna… Read more »

Núvitundarstundir fyrir nemendur og starfsmenn

Skólinn býður nemendum og starfsmönnum upp á hugleiðslu og núvitund á önninni en verkefnið er eitt af þeim þróunarverkefnum sem skólinn stendur fyrir. Markmið verkefnisins er að nemendur og starfsmenn staldri við í önnum dagsins og finni hvernig iðkun núvitundar og hugleiðslu eykur vellíðan í leik og starfi. Verkefninu stýrir Kristín Norland kennari við skólann,… Read more »

Veikindatilkynningar í INNU

Ekki er lengur tekið við fjarvistarskráningu í síma heldur skulu foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda tilkynna veikindi nemenda í INNU. Tilkynna skal alla veikindadaga samdægurs. Lögráða nemendur tilkynna sjálfir veikindi sín samdægurs í INNU. Misfarist skráning skal senda tölvupóst á verslo@verslo.is. Alvarleg veikindi þarf aðeins að tilkynna í upphafi, enda skili nemandi læknisvottorði strax og… Read more »

Tveir fyrrverandi nemendur VÍ fengu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Á mánudaginn síðastliðinn tóku tveir fyrrverandi nemendur Verzlunarskólans, þau Auðun Bergsson og Kolbrún Sara Haraldsdóttir, við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla… Read more »

Peysufatadagurinn í Hörpu

Það er komið að því að nemendur geti haldið peysufatadag Verzlunarskólans. Athugið breytta dagskrá og staðsetningu vegna veðurspár. Dagurinn er á fimmtudaginn kemur og hér að neðan má sjá dagskrá dagsins sem bekkjarráðið hefur sett saman. Við hvetjum forráðamenn til að gera sér ferð í Hörpuna og fylgjast með þeim þegar þau stíga dansinn í Hörpu. 9:00 Mæting í… Read more »

Myndir frá Peysufatadeginum og nöfn vinningshafa

Peysufatadagur Verzunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur í gær þar sem nemendur klæddu sig upp í ís­lenska þjóðbún­ing­inn og dönsuðu í Hörpu. Dagurinn er árleg hátíð nemenda á öðru ári við skólann en vegna kórónuveirunnar gátu nemendur ekki haldið daginn hátíðlegan á síðasta ári. Nemendurnir að þessu sinni eru því á þriðja ári. Mikil tilhlökkun var hjá… Read more »

Menntabúðir á Marmara

Nýlega voru haldnar menntabúðir í skólanum þar sem kennarar og annað starfsfólk kom saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Hægt var að rölta á milli tólf stöðva og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga, svo sem spennandi forrit, áhugaverðar kennsluaðferðir, námsmat o.fl. Stöðvastjórar menntabúða voru… Read more »