Month: október 2021

Foreldraviðtöl

Í kjölfar miðannarmats munu umsjónarkennarar nemenda á 1. og 2. ári boða forráðamenn til viðtals í skólanum. Eingöngu verða þeir forráðamenn boðaðir sem ástæða er til að boða. Viðtölin fara fram þriðjudaginn 2. nóvember eða eftir samkomulagi við viðkomandi umsjónarkennara. Þeir foreldrar sem ekki fá boð geta eins og áður ávallt sett sig í samband… Read more »

Listasöguferð til Ítalíu

Dagana 19. til 26. október fóru allir nemendur á 3. ári á lista- og nýsköpunarbraut ásamt nemendum í listasöguvali í námsferð til Ítalíu. Ferðin hófst í Róm þar sem m.a. var farið í Páfahöllina, Sixtínsku kapelluna, Péturskirkjuna, Panþeonhofið, Jesúítakirkjuna, hringleikahúsið Colosseum og Galleria Borghese þar sem margar af glæsilegustu höggmyndum barokktímans eru til sýnis. Þaðan… Read more »

Nemendur á fyrsta ári fóru í jarðfræðiferð

Nemendur á fyrsta ári í jarðfræði kynntu sér ýmsar áhugaverðar jarðmyndanir á Reykjanesi. Nemendur skoðuðu jarðmyndanir við Kleifarvatn og kynntu sér jarðhitasvæðið í Seltúni. Athugað var hvernig eldgígurinn Stóra-Eldborg hlóðst upp og hvernig hrauntjörnin við Selatanga myndaðist. Að lokum var nýja hraunið í Nátthaga rannsakað og áhugaverðast þótti nemendum að sjá stórar og fallegar steindir… Read more »

Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Umsóknarfretur haustannar rennur út til og með 15. október n.k. Þó er hægt er að sækja um jöfnunarstyrk haustannar frá 15. október til 15. febrúar n.k. en þeir nemendur sem það gera fá 15% skerðingu á styrknum. Mælt er með því… Read more »

Stoðtímar í stærðfræði og eðlisfræði

Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu. Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og eru kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum. Stoðtímarnir eru í stofu 305 á mánudögum… Read more »

Vinningshafar í edrúpotti

Vinningsbekkir:1-R (allir)2-R (alls 15 nemendur)3-Y (alls 10 nemendur)   1. ár There were 9 items in your list. Here they are in random order:Jón Hreiðar Rúnarsson 1-G, 2x Tilboð aldarinnar frá BúllunniHekla Sif Sævaldsdóttir 1-Y, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍNökkvi Reynisson 1-G, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍBjarney Edda Lúðvíksdóttir 1-U, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍHulda… Read more »

Nemendur heimsóttu ríkislögreglustjóra

Nemendur í lögfræði heimsóttu ríkislögreglustjóra í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fræddi nemendur um starfsemi embættisins, sérstaklega um greiningardeildina og almannavarnir. Að loknu hennar erindi ræddi Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitarinnar, um störf sveitarinnar. Fjörugar umræður spunnust og þetta var fróðleg og skemmtileg heimsókn í alla staði.

Nýnemaball

Nemendafélagið stendur fyrir nýnemaballi miðvikudaginn 6. október. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 21:00 til 01:00. Páll Óskar, Aron Can og DJ Dóra Júlía eru meðal listamanna sem munu halda uppi stuðinu á ballinu. Allir sem mæta á ballið þurfa að sýna fram á neikvætt Covid próf. Til að auðvelda nemendum aðgengi að… Read more »