Afmælishátíð Erasmus+

Í gær var haldið upp á 30 ára afmælishátíð Erasmus+ í Silfurbergi í Hörpu. Hátíðin var vegleg og í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir verkefni á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla.

Eitt af þeim verkefnum sem tilnefnd voru til verðlauna var eTwinning verkefni á vegum Verzlunarskólans sem Hilda Torres og spænskudeildin hafa stjórnað. Verkefni Versló sem Hilda Torres stýrði var Yfirlit yfir blaðaumfjöllun 2016 þar sem nemendur frá átta löndum völdu mikilvægustu fréttir ársins innanlands og erlendis, settu upp í veftímarit og áttu í samskiptum yfir netið.

Þess má geta að fyrstu árin var Erasmus styrkjakerfið ekki fyrir framhaldsskóla. Comenius eins og framhaldsskóla styrkjakerfið hét upphaflega hóf göngu sína árið 1995. Versló fékk sinn fyrsta styrk árið 1997 og hefur sótt um og fengið styrki sleitulaust síðan. Þetta skólaárið fékk skólinn tvo nýja Erasmus+ styrki en það er afar sjalgæft að sami skólinn hljóti meira en einn styrk í einu.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni.

Aðrar fréttir