22.03.2024 Alþjóðlegi hamingjudagurinn Þar sem skólinn er UNESCO skóli var ákveðið að halda upp á alþjóðlega hamingjudaginn. Bæði nemendur og starfsfólk skólans leiddu hugann að því hvað það er sem veitir þeim hamingju og tjáðu sig bæði í myndum og máli. Meðal annars sköpuðu nemendur 15 metra sameiginlegt myndverk sem sýnir hvað það er sem veitir þeim hamingju. Á myndunum má sjá hluta af afrakstri nemenda og kennara.