Annarlok, endurtektarpróf og upphaf næstu annar

Birting einkunna

Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU þann 19. desember klukkan 20:00. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU.

Prófsýning

Prófsýning fer fram þriðjudaginn 20. desember milli 8:30 og 10:00. Nemendur sem falla í áfanga eru sérstaklega hvattir til að mæta og skoða prófúrlausnir sínar því skrifstofa skólans lokar klukkan 15:00 þennan sama dag og verður lokaður fram yfir áramót.

Endurtektarpróf

Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í endurtektarpróf sem lögð verða fyrir 3. – 5. janúar. Próftafla endurtektarprófa mun birtast hér á heimasíðunni mjög fljótlega.

Við minnum á skólareglur varðandi námsframvindu en þar segir að nemandi hafi þrjú tækifæri til að ljúka áfanga, endurtektarpróf er tækifæri númer 2, hvort sem nemandinn nýtir endurtökuréttinn eða ekki. Þeir sem ekki ná að ljúka áfanga í endurtöku þurfa að skrá sig í fjarnám skólans í viðkomandi áfanga og taka hann samhliða dagskólanum á vorönn.

Upphaf næstu annar

Skólabyrjun er samkvæmt skóladagatali 4. janúar og hefst kennsla klukkan 8:30 samkvæmt stundatöflu. Stundatöflur fyrir hvern bekk verða aðgengilegar á INNU von bráðar.

Bóksala

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun skólans.

Jólafrí

Skólanum verður lokað þann 20. desember klukkan 15.00 vegna jólaleyfis og hann opnaður aftur þriðjudaginn 3. janúar klukkan 12:00.

Verzlunarskólinn óskar starfsfólki, nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Aðrar fréttir