Árleg ræðukeppni á ensku

Þrír nemendur skólans, þau Damian Motybel, Emilía Björt Pálmarsdóttir og Kjartan Ragnarsson, kepptu um helgina í hinni árlegu ræðukeppni á ensku. Þau stóðu sig öll einstaklega vel og fluttu ræður sínar af miklum eldmóði. Þema keppninnar var "The best way to predict the future is to invent it". Þau komust öll þrjú í úrslit og í lok dags stóð Kjartan uppi sem sigurvegari keppninnar. Að launum fékk hann þátttökurétt í alþjóðlegri ræðukeppni á vegum The English Speaking Union sem haldin verður í London í vor.

Skólinn óskar þeim til hamingju með árangurinn.

Aðrar fréttir