Birting einkunna og námsframvinda

Einkunnir munu birtast nemendum í INNU klukkan 20:00 þriðjudaginn 21. maí. Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda hafa aðgang að niðurstöðunum og eru hvattir til þess að fara yfir einkunnirnar með börnum sínum. Við minnum á að lögráða nemendur geta veitt foreldrum/forráðamönnum aðgang að INNU með einföldum hætti á sínu svæði.

Prófsýning verður miðvikudaginn 22. maí milli 8:30 og 9:45.

Komi til þess að stúdentsefni þurfi að þreyta neyðarpróf verður það haldið klukkan 13.00 á miðvikudaginn 22. maí.

Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn kynni sér reglur skólans varðandi námsframvindu, sjá heimasíðu skólans.

Dagana 28. til 31. maí verða endurtektarpróf í dagskólanum. Niðurröðun prófa birtist síðar á heimasíðu skólans. Nemendur sem ekki ná endurtektarprófi, eða kjósa að þreyta þau ekki, þurfa að endurtaka áfangann í fjarnámi Verzlunarskólans. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem ekki ná endurtektarprófi, skrái sig sjálfir í fjarnámið á heimasíðu skólans um leið og niðurstöður liggja fyrir. Skráning er frá 21. maí – 4. júní og er fjarnámið öllum opið. Nemendur VÍ geta skráð sig til 7. júní. Aðrar dagsetningar fjarnámsins:

18. júní: Próftaflan kemur á netið.

7. – 14. ágúst: Sumarannarpróf.

Aðrar fréttir