Birting einkunna, prófsýning, sjúkra- og endurtektarpróf

Sjúkrapróf eru á föstudaginn hjá öllum bekkjum. Prófað er klukkan 8:30.

Einkunnir verða birtar í INNU mánudagskvöldið 19.des.

Þriðjudaginn
20.des verður prófsýning í skólanum frá klukkan 10:00 til 11:30.
Nemendum gefst þá kostur á að koma og skoða prófin sín. Í
prófsýningunni má taka myndir af prófinu sínu og eru nemendur sem
þurfa að endurtaka áfanga hvattir til að gera það.

Kennsla hefst miðvikudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Nemendur sjá nýjar stundatöflur á INNU í næstu viku.

Endurtektarpróf
verða haldin 4. 5. og 6. janúar. Prófin eru haldin klukkan 16:00.
Nemendur eru ekki í fríi frá skóla þessa daga þó þeir þurfi að taka
próf.

Bókasafnið verður opið 4. og 5. janúar frá 8-22.

Aðrar fréttir