Bjargráður með skyndihjálparkennslu

Nemendur á 1. ári fengu góða gesti í heimsókn í vikunni. Hingað kom fríður flokkur læknanema á 1. ári sem eru félagar í Bjargráði. Bjargráður er félag sem stofnað var af nokkrum læknanemum við Háskóla Íslands og hefur félagið það að markmiði að efla skyndihjálparkunnáttu í grunn- og framhaldsskóla. Í hópunum voru nokkrir fyrrum nemendur skólans sem gaman var að hitta aftur á þessum vettvangi. Við þökkum Bjargráði kærlega fyrir heimsóknina og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

 

Aðrar fréttir