Brautskráning 28. maí

Brautskráning stúdenta fer fram í húsnæði Verzlunarskólans þann 28. maí næstkomandi og hefst athöfnin klukkan 13:00. Reikna má með rúmlega tveimur tímum í formlega athöfn.

Brautskráningin sjálf fer fram í hátíðarsal skólans en einnig verður komið saman í íþróttahúsi skólans og í heimastofum bekkjanna. Nánari dagskrá og fyrirkomulag verður birt þegar nær dregur. Fjölskyldum stúdentsefna er sérstaklega boðið að koma í skólann á brautskráningardeginum og vera þátttakendur í þessum mikla gleðidegi skólans og nemenda hans.

Athöfnin í heild sinni verður einnig í beinni útsendingu á www.verslostudent.is frá klukkan 13:00. 

Aðrar fréttir