Brautskráning skólaritara

"skolaritarar"

Nemendur í skólaritara- og skrifstofustjóranámi voru brautskráðir við hátíðlega athöfn í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands, föstudaginn 16. maí klukkan 17.

Námið tók þrjár annir og var blanda af staðbundnum lotum og fjarnámi.  Staðbundnu loturnar á hverri önn voru 3 og stóðu þær frá hádegi á fimmtudegi og til síðdegis á föstudegi.  Hópurinn hefur því sett mikinn svip á skólastarfið síðustu annirnar. 

Námið er samstarfsverkefni Verzlunarskóla Íslands og Framvegis – miðstöðvar um Símenntun.  Sjá nánar um tilhögun námsins hér:: http://www.www.verslo.is/fjarnam/lokaprof/skolaritarar/.  Þetta er annar hópurinn sem tekur þetta nám á vegum Framvegis og VÍ, fyrri hópurinn útskrifaðist vorið 2008. 

Við athöfnina söng Eyrún Arnarsdóttir, nemandi VÍ, nokkur lög við eigin undirleik á píanó.  Ingi Ólafsson skólastjóri VÍ útskrifaði nemendur og Guðmunda Smáradóttir framkvæmdastjóri Framvegis flutti ávarp.  Hápunktur athafnarinnar var þó ávarp Hallfríðar Einarsdóttur, fulltrúa nemenda sem talaði fyrir hönd nýútskrifaðra skólaritara.  Hallfríður flutti ávarp sitt í bundnu máli og má með sanni segja að hún hafi með því snert alla viðstadda.  Ávarp hennar má lesa hér.

Að lokinni athöfn var móttaka í Síðumúla 6 í boði Framvegis, miðstöðvar um símenntun í Reykjavík. 

Nöfn þeirra sem útskrifuðust og vinnustaður:

Anna G. Egilsdóttir, Breiðholtsskóla
Brynja Sigurðardóttir, Glerárskóla
Guðrún Brynjarsdóttir, Þekkingarsetur Þingeyinga
Hallfríður Einarsdóttir, Lundaskóla
Hrönn Reynisdóttir, Grunnskóla Eskifjarðar
Jenný Magnúsdóttir, Breiðholtsskóla
Jónína Herdís Björnsdóttir; Grunnskóla Grundarfjarðar
Jónína Margrét Árnadóttir, Verzlunarskóla Íslands
Lilja Magnúsdóttir, Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Magnea Torfhildur Magnúsdóttir, Breiðholtsskóla
Sigurbjörg Stefánsdóttir; Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum
Sigurlína Sigurjónsdóttir, Grunnskólanum í Vestmannaeyjum
Steingerður Ósk Zóphoníasdóttir, Brekkuskóla
Sæunn Helga Björnsdóttir, Framhaldsskólanum á Húsavík
Valgerður E. Aðalsteinsdóttir, Lindaskóla

Aðrar fréttir