Breytt fyrirkomulag kennslu í næstu viku

Verið er að vinna að breyttu skipulagi á skólastarfi miðað við nýja reglurgerð um sóttvarnir. Reglugerðin sem tekur gildi miðvikukdaginn 18. nóvember, hefur ekki verið kynnt formlega en skv. þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum þá verða reglur fyrir framhaldsskóla rýmkaðar. Þær breytingar sem kynntar hafa verið munu gera okkur kleift að hefja staðbundna kennslu að nýju í húsnæði skólans að einhverju leyti. Nánara fyrirkomulag verður tilkynnt á mánudaginn.

Aðrar fréttir