Breyttur afgreiðslutími á Bókasafni VÍ

Vegna mikillar aðsóknar á bókasafnið hefur afgreiðslutíminn verið lengdur. Bókasafnið er opið á eftirfarandi tímum:

Mánudaga- fimmtudaga   8:00-19:00
Föstudaga                                        8:00-15:00

Helstu sóttvarnir á bókasafninu eru:

Fjöldatakmörkun á safninu miðast við 30 einstaklinga þar með talið starfsmenn safnsins. Á lesstofunni okkar á þriðju hæðinni geta verið 30 nemendur.

Handspritt eru við innganga safnsins sem og víða annars staðar á safninu.

Grímuskylda er á safninu.

Þegar bókum er skilað á bókasafnið eru bókakápurnar sótthreinsaðar og þær látnar “jafna sig” í fjóra daga áður en bækurnar eru lánaðar út aftur. Önnur gögn eins og vasareiknar og fartölvur eru sótthreinsaðar eftir skil.

Verið innilega velkomin, hlökkum mikið til að sjá ykkur.

Aðrar fréttir