Danskir nemendur heimsóttu skólann

Í síðustu viku tók 1Y á móti 20 nemendum frá Danmörku, nánar tiltekið frá  Skjern og Ringkøbing.

Hópurinn fór saman í miðbæ Reykjavíkur þar sem íslensku nemendurnir fóru í ratleik með gestunum og vinningshafarnir fengu íslenskt nammi sem vakti mikla lukku. Allur hópurinn fór einnig saman út að borða og í heimsókn í Norræna húsið þar sem hann sá sýninguna Wasteland. Dönsku nemendurnir fengu íslenskukennslu hjá Hjördísi kennara og stóðu sig með prýði.  Nemendur okkar í 1Y stóðu sig mjög vel sem gestgjafar og bekkurinn mun fara saman til Danmerkur í haust.

Aðrar fréttir