Endurtektarpróf í janúar - seinkun
Vegna fjölda smita í samfélaginu og reglna um einangrun og sóttkví hefur verið ákveðið að fresta endurtektarprófum til mánudagsins 10. janúar. Uppfærð próftafla er komin á heimasíðuna og er hægt að nálgast hana hér.
Prófin verða lögð fyrir eftir að kennslu lýkur, eða klukkan 16:00, þá daga sem prófað er.
Athugið að engin sjúkrapróf eru í endurtektarprófunum.