Erasmus+ skiptinemar frá Sitges 

Þær Sophie Chiochia og Abril Eguía Segura byrjuðu árið 2024 með nokkuð óvenjulegum hætti. Í stað þess að setjast á skólabekk með félögum sínum í Institut Joan Ramon Benaprès í bænum Sitges á Spáni flugu þær norður til Íslands til að vera í mánuð í Versló.

Þær eru svo heppnar að vera þátttakendur í skammtímaskiptiverkefni sem þessir skólar vinna saman að og er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Þær sækja valda tíma í Versló, en þurfa jafnframt að fylgja náminu heima fyrir meðan á dvölinni stendur. Þær búa á heimilum hjá nemendum á fyrsta ári í Versló sem munu svo fá tækifæri til að fara í sambærilega dvöl á Spáni í haust.  

Alþjóðafulltrúi settist niður með þeim stöllum til að forvitnast um hvernig þeim hefði líkað dvölin. Sophie segir að þetta hafi verið frábært, öðruvísi en hún átti von á, en aðbúnaðurinn er ólíkur og margt frjálslegra hér, til að mynda má borða í skólastofum í Versló en slíkt tíðkast ekki úti. Hún bætir líka við að „allir þessir öðruvísi tímar, eins og skák og Harry Potter, þetta höfum við ekki á Spáni, námsframboðið er fjölbreyttara hjá ykkur, eitthvað fyrir öll!“ Abril segir að það sé frábært að prófa að vera í öðruvísi skóla, og kynnast alls konar fólki „við kynntumst krökkum frá Frakklandi og fórum með þeim á söfn og ýmislegt skemmtilegt, og svo höfum við verið í tímum með NGK bekknum sem hefur verið frábært og þar kynnumst við krökkum frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, auk Íslands.“ 

Spurðar um hvað standi upp úr nefna þær heimsókn í Sky lagoon og skemmtilega samveru með gestgjafafjölskyldunum sem þær segja að hafi verið frábærar í alla staði. Veðrið hafi verið áskorun í fyrstu en þær séu að venjast því! Þegar talið berst að því hvort þær myndu hvetja aðra til að taka þátt í svona skiptum segja þær einum rómi að svona tækifæri ættu krakkar ekki að láta fram hjá sér fara. 

Ætlunin er að skipti af þessu tagi verði reglulegur þáttur í alþjóðastarfinu en umsjón með dvöl þeirra hefur verið í höndum Ármanns Halldórssonar, alþjóðafulltrúa og Sigrúnar Bjarkar Friðriksdóttur, spænskukennara.  

Erasmus+ exchange from Sitges 

Sophie Chiochia and Abril Eguía Segura started 2024 in a rather unusual way. Instead of starting school with their peers at the Institut Ramon Benaprès in the town Sitges in Spain they flew north to Iceland to spend a month at the Commercial College of Iceland. They are fortunate because they are participating in a short term exchange, funded by the Erasmus+ programme of the EU, and organised jointly by the two schools. They attend selected lessons at Verslo, as the college is known in Iceland, but also have to keep up with their class at home academically. They stay with families of Verslo students during their stay; and these students will visit Spain in the autumn term.   

The international coordinator at Verslo spoke to the girls to find out what their stay had beeen like. Sophie says that it has been great, different from what she expected, but in a good way. She says the school is very different to what they are used to and things are much more easy going here, for example being allowed to eat in the classrooms. She adds “all these different classes like chess and Harry Potter, we do not have this in Spain, the classes are more varied here, something for everyone!” Abri says that it is great to try a different school and get to know different kinds of people, “we met a group of students visiting from France and went to a museum with them and did different fun things, we have also attended lessons with the NGK class which has been great and there we got to know kids from Denmark, the Faroe Islands, Greenland and Iceland!” 

When asked what is most memorable they mention a visit to Sky lagoon and fun times with their host families, that they say have been great. The weather was a challenge at first, but they are getting used to it! They encourage anyone who gets the opportunity for an experience like this to jump on it!  

The plan is that such exchanges will become a regular feature in the Commercial College’s international projects. Ármann Halldórsson, international coordinator, and Sigrún Björk Friðriksdóttir, Spanish teacher were in charge of organising the exchange.   

Aðrar fréttir