Europeans on the Move – Erasmus+ verkefni dagana 10.-16. janúar

Dagana 10.-16. janúar dvöldu fjórir nemendur í 1. A og tveir kennarar í bænum Dronninglund á norður Jótlandi. Þetta var fyrsti fundurinn í þessu fimm landa verkefni um fólksflutninga í Evrópu.

Nemendur dvöldu hjá dönskum fjölskyldum og kynntust þannig siðum og venjum Dana. Þar að auku unnu þeir ýmis konar verkefni í hópvinnu í skólanum, kynntu verkefni, niðurstöður o.fl. Samskiptamálið var enska. Vikan var vel skipulögð af gestgjöfunum og fyrir utan vinnu í skólanum var farið í dagsferð til Álaborgar, flóttamannahæli heimsótt, farið í einn af stærstu svínaræktarbúgörðum í Danmörku osfrv. Nemendur voru sammála um að starfsemi fundarins hefði verið lærdómsrík, gefandi og skemmtileg.

Aðrar fréttir