Foreldrakvöld í Verzló

Foreldrafélag skólans stendur fyrir foreldrakvöldi miðvikudaginn 10. apríl.

Við hvetjum ykkur til að mæta á kvöldið, hlusta á fræðandi fyrirlestur og eiga kvöldstund með öðrum foreldrum. Viðburðurinn verður í skólanum og er dagskráin eftirfarandi:

20:00-21:00 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Backman – fræðslufyrirlestur
21:00-21:20 Kaffi
21:20-21:50 Sóli Hólm – skemmtun

Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu foreldrafélagsins eða hér.

Aðrar fréttir