Frakklandsferð

 

Dagana 15. – 22. september fara 25 nemendur úr 5. bekk til Chartres og Parísar og eru þau að endurgjalda heimsókn nemenda frá Lycée Fulbert í Chartres sem komu hingað til lands í byrjun mars.  

Dvalið verður hjá frönskum fjölskyldum í Chartres og munu nemendur kynnast frönsku heimilislífi, frönskum framhaldsskóla og aðstæðum jafnaldra sinna í Frakklandi. Nemendur munu heimsækja Versalahöllina og fylgjast með Ljósahátíðinni í Chartres http://www.youtube.com/watch?v=Fd8HvHRDPvs.  Þann 20. september fer síðan hópurinn til Parísar og skoðar þar meðal annars Sigurbogann, Champs-Elysées, Eiffelturninn og Louvresafnið.

Aðrar fréttir