Franskir nemendur í heimsókn

Dagana 26. september – 3. október taka 18 nemendur á 2. ári með frönsku sem 3.mál á móti jafnöldrum sínum úr menntaskólanum Le Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle frá borginni Rumilly í frönsku ölpunum. Er verið að endurgjalda heimsókn íslenskra ungmenna til Frakklands frá því  í byrjun september. Nemendurnir dvelja hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast við það íslenskum háttum, siðum og venjum.  Auk þess að sitja í tímum mun hópurinn fara Gullna hringinn, heimsækja „Lava Centre“ á Hvolsvelli, fara um Reykjanesið, heimsækja Hellisheiðavirkjun og að lokum Þjóðminjasafnið.

 

Aðrar fréttir