Fyrirtækið Hrauney valið fyrirtæki ársins 2021 í samkeppni Ungra frumkvöðla

30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum tóku þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra fjölmkvöðla  2021. Fyrirtækjasmiðjan er áfangi á vegum Ungra Frumkvöðla sem kenndur er á viðskiptabraut á 3. ári. Í áfanganum stofna nemendur fyrirtæki í byrjun annar og starfrækja í þrjá mánuði. 

Það var fyrirtækið Hrauney, sem var stofnað í upphafi árs af  sex nemendum Verzlunarskóla Íslands í 3-I, þeim Önnu Alexöndru Petersen, Layfeyju Jökulsdóttur, Maríu Valgarðsdóttur, Söru Ellertsdóttur, Sif Þórsdóttur og Tinnu Björgu Ólafsdóttur, sem bar sigur úr býtum og var valið fyrirtæki ársins 2021. Hrauney framleiðir stílhreinan reykelsisstand úr 100% íslensku hrauni.

Hrauney mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fram fer í Vilnius, Litháen dagana 13. – 15. júlí 2021 og nú í annað skipti „Virtual“ þar sem ekki verður hægt að hafa keppnina á hefðbundinn hátt vegna COVID.

Fleiri fyrirtæki frá Verzló hlutu einnig verðlaun, t.a.m. hlaut Heimaleit verðlaun fyrir bestu fjármálalausnina og fyrirtækið TABIK verðlaun fyrir bestu markaðsmálin. Einnig fengu eftirfarandi fyrirtæki frá Verzlunarskóla Íslands viðurkenningu fyrir að vera meðal 30 efstu fyrirtækjanna:

Aría, Gjá, Glitra, Kalm JA og Skaði.

Skólinn óskar öllum vinningshöfunum innilega til hamingju með árangurinn!

Aðrar fréttir