Fyrstu viðbrögð vegna skólalokunar

Nú hefur verið tilkynnt um samkomubann og lokun framhaldsskóla í 4 vikur. Það er mikilvægt að bæði nemendur og foreldrar séu meðvitaðir um að nám og kennsla heldur áfram þótt til lokunar skólans hafi komið. Um fordæmalausa aðgerð er að ræða og er litið svo á að bæði kennarar og nemendur færi starfsstöðvar sínar heim. Kennarar munu halda áfram að sinna sínum nemendum, setja fyrir, miðla efni og taka á móti verkefnum eins og kostur er.

Kennarar munu vera í sambandi við nemendur sína í gegnum INNU og þaðan beina þeim inn á aðra samskiptamiðla, eftir því sem hentar best.

Lögð verður áhersla á að tryggja að sama námsefni verði aðgengilegt öllum nemendum í sama áfanga.

Nemendur mega eiga von á að kennarar óski eftir að þeir séu tiltækir, t.d. á fjarfund eða í próf, á ákveðnum tímum eða eftir því sem stundatafla þeirra segir til um. Það er því mikilvægt að fylgjast mjög vel með fyrirmælum kennara á INNU.

Allar aðgerðir munu miðast við að annarlok verði samkvæmt skóladagatali.

Nýjar upplýsingar verða settar á heimasíðuna, eftir því sem þurfa þykir.

Hægt er að senda fyrirspurnir á thorkell@verslo.is eða gunninga@verslo.is ef einhverjar spurningar vakna.

13. mars 2020

Aðrar fréttir