Gestir frá Chartres

 

Undanfarin 2 ár hefur Verzlunarskóli Íslands og Lycée Fulbert í Chartres í Frakklandi unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta.  Dagana 15. – 21. mars munu 32 franskir nemendur ásamt 2 kennurum dvelja hér á landi. Nemendur úr 4. bekk verða gestgjafar eins Frakka í viku og síðan gestir á heimili Frakkans aðra viku á hausti komandi. Hefur þetta verkefni alltaf tekist vel og hafa nemendur skólans verið skólanum til sóma bæði sem gestgjafar og sem gestir í erlendu landi.  Munu Frakkarnir að þessu sinni m.a. heimsækja listasöfn, kynnast lítillega máli, menningu og sögu landsins og ferðast til Þingvalla, Gullfoss, Geysis og einnig dvelja eina nótt í Vík, auk þess að fara í Bláa Lónið. Verzlunarskólinn býður Frakkana velkomna og vonar að dvölin hér verði ánægjuleg.

Aðrar fréttir