Gestir frá Finnlandi og Færeyjum í heimsókn

Þessa viku eru góðir gestir í heimsókn í Versló frá Finnlandi og Færeyjum. Samtals eru þetta 18 nemendur úr skólunum Helsinki Business College og Foroya Handilsskúli, en þeir eru sambærilegir Versló. Með þeim eru tveir finnskir kennarar og einn færeyskur.

Verkefnið er nýtt af nálinni og styrkt af Nordplussjóðum. Það ber yfirskriftina „Språk og kultur“ og hafa verið valdir 18 íslenskir nemendur úr 4. bekk til að taka þátt í því en 9 þeirra fara síðar í marsmánuði til Færeyja og hinir 9 fara eftir páska til Helsinki.

Á milli þess sem krakkarnir rannsaka þekkingu hins almenna borgara á Íslandi um norræna menningu skoða þau Listasafn Íslands, Landnámssýninguna, horfa á íslenskar kvikmyndir, m. a. Engla alheimsins og fá höfund sögunnar, Einar Má Guðmundsson, í heimsókn.

Umsjónarkennarar íslensku nemendanna eru afskaplega stoltar af þessum hópi og vona að dvöl þeirra hafi stuðlað að aukinni vitneskju um lífið og menninguna í þessum þremur Norðurlöndum.

Aðrar fréttir