Gestir frá Litháen og Noregi

Eins og glöggir kennarar og nemendur tóku eftir fengum við góða gesti í heimsókn frá Litháen og Noregi  vikuna 6.-10. febrúar.  Heimsóknin var liður í Nordplus verkefni sem nefnist „Redesign, Innovation and Entrepreneurship“ sem 9 nemendur af viðskiptabraut og hagfræðibraut hafa tekið þátt í ásamt GunnIngu, Ingu Rós og Þorbirni. Markmið þess verkefnis er stuðla að nýsköpun og endurnýtingu.

Gestirnir okkar voru 22 talsins og gistu nemendur á íslenskum heimilum á meðan á dvöl þeirra stóð. Vikunni eyddum við í verkefnavinnu hér í skólanum auk þess sem okkur var boðið í afar áhugaverðar fyrirtækjaheimsóknir til RÚV, Össurar og tölvuleikjaframleiðandans Gogocic. Auk þess heimsóttum við Hellisheiðarvirkjun, Krýsuvík og Bláa lónið við mikinn fögnuð allra þátttakenda. Vikuna enduðum við svo á hópferð á Bugsy Malone og skemmst er frá því að segja að gestirnir okkar áttu ekki orð yfir því hve hæfileikaríkir nemendur Verzlunarskólans eru.

Aðrar fréttir