Gestir frá Spáni

 

"Spanargestir"Síðastliðið vor fóru 26 nemendur í spænsku í Verzlunarskólanum ásamt tveimur kennurum í nemendaheimsókn til Madridar á Spáni.  Heimsóknin var liður í alþjóðlegu verkefni í Etwinning ; How’s life over there?/ Y tú ¿Cómo vives?  Markmið verkefnisins er að rannsaka lifnaðarhætti ungra Spánverja og Íslendinga í dag og til að komast að því hvað er líkt með þeim og hvað ólíkt.
Núna eru spænsku nemendurnir að endurgjalda heimsóknina og munu þeir delja hér á landi til 16. september ásamt tveimur kennurum.  Auk þess að heimsækja Verzlunarskólann og taka þátt í tímum munu þeir einnig ferðast út fyrir Reykjavík og kynnast landi og þjóð.

 

Aðrar fréttir