Gleði- og fræðsludagur

 

Gleði- og fræðsludagur Verzlunarskóla Íslands, verður haldinn í tengslum við Nemendamót skólans, þann 2. febrúar. Hefðbundin kennsla verður í fyrstu tveimur tímunum, en eftir það verða fyrirlestrar frá klukkan 10:00 – 14:00.  Hver nemandi sækir þrjá dagskrárliði og víst er að fjölbreytnin er mikil.  Sem dæmi má nefna fyrirlestra um hamingjuna, um geðveiki, um prjón og hekl,  kynlíf og hvernig hægt er að vera gordjöss án áfengis.  Einnig verður hægt að fara í danstíma og sjálfsvörn, og einnig verður kynning á þeim byggingum sem allir verða að sjá einu sinni á lífsleiðinni, svo fátt eitt sé nefnt.  Nemendur geta valið á milli 33 mismunandi dagskrárliða og ljóst er að mörgum mun reynast erfitt að velja á milli þeirra spennandi viðburða sem í boði eru. Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel dagskrána sem þeir fengu senda í tölvupósti.

Aðrar fréttir