Góðgerðarráð VÍ styrkti UNICEF

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa barnaskóla í Úganda, í samstarfi við ABC barnahjálp, sem fékk nafnið Litli Verzló.

Í ár var ákveðið að styrkja UNICEF, nemendur lögðu ýmislegt á sig til að leggja málefninu lið og framkvæma ýmiskonar áskoranir, t.a.m. tóku Málfó strákarnir að sér afgreiðslu í Matbúð. Anna og Andrea „skiptu“ um skóla í einn dag og gerðust MR-ingar og Nemó hópurinn gekk um skólann með sundgleraugu í heilan dag. Samtals safnaðist 630 þúsund krónur sem Góðgerðarráð afhenti UNISEF.

Starfsmenn skólans eru afar stoltir af þessu flotta verkefni nemenda.

Aðrar fréttir