Góðir gestir í Versló

Í dag fengu nemendur 3. bekkjar góða gesti. Það voru leikstjóri kvikmyndarinnar, Svanurinn, Ása Helga Hjörleifsdóttir og annar aðalleikari hennar, Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Heimsókin var í tengslum við verkefni sem nemendur vinna í íslensku um myndina og söguna Svaninn sem myndin er byggð ár. Þau spjölluðu um myndina og útskýrðu vel hvernig saga verður að kvikmynd. Nemendur tóku vel á móti gestunum og voru duglegir að spyrja þau um efnið.

Aðrar fréttir