Grímuskylda í skólanum frá og með mánudeginum 21. sept.

Vegna mikils fjölda smita undanfarna daga verður tímabundið hert á sóttvörnum í framhalds- og háskólum. Næstu daga munu bæði nemendur og kennarar bera grímur í kennslustundum sem fram fara í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur fá afhentar grímur í skólanum en mega að sjálfsögðu koma með sínar eigin grímur kjósi þeir það. Enn er óvíst hversu lengi þessi tilmæli gilda en það fer eftir því hvernig gengur að ná utan um smit í samfélaginu. Við hvetjum alla til þess að fylgjast vel með fréttum og upplýsingafundum almannavarna næstu daga.

Leiðbeiningar um rétta notkun á grímum má finna hér.

Enn og aftur er lögð áhersla á að nemendur virði þau sóttvarnarhólf sem skólinn hefur skipulagt og gangi inn og út úr skólanum samkvæmt tilmælum. Besta leiðin til þess að forðast smit er að sinna vel persónubundnum sóttvörnum, halda fjarðlægðarmörk, þvo sér vel og spritta.

Aðrar fréttir