Háskóladagurinn

Allir háskólar landsins standa í sameiningu fyrir Háskóladeginum sem haldinn verður 29. febrúar 2020 frá 12 til 16. Tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða.
Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.

Háskóladagurinn á Akureyri
Í ár verður sú nýbreytni tekin upp að efna einnig til veglegs Háskóladags á Akureyri, í stað smærri heimsókna út um land allt. Sá dagur verður með svipuðu sniði og í Reykjavík og fer fram í Háskólanum á Akureyri 7. mars kl. 13-16. Þar verður boðið upp á námskynningar á öllum námsleiðum háskólanna, hægt verður að fá ráðgjöf frá nemendum og námsráðgjöfum allra háskólanna. Samhliða því verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Aðrar fréttir