Heimavistabikar afhentur

Haustönn 2020 kenndu Ármann Halldórsson og Helga Benediktsdóttir valnámskeið um Harry Potter bækurnar í ensku. Hluti af þessu bráðskemmtilega námskeið var heimavistakeppnin, en nemendum var skipt upp í heimavistir með strangvísindalegum aðferðum. Í þetta skipti sýndi Hufflepuff mesta leikni í hinum ýmsum þrautum og reyndust hafa mestan siðferðisstyrk. Hlutu þau að launum hinn eftirsótta heimavistabikar í lok annar og önnur vegleg verðlaun; gjafabréf í Búlluna og Nexus. Að auki hlaut Indiana Breiðfjörð Árnadóttir verðlaun fyrir besta búning í búningakeppni áfangans, sem að þessu sinni fór fram á Teams.  

Aðrar fréttir