Heimsókn í Ríkisútvarpið

Í síðustu viku fóru nemendur á 3 ári á nýsköpunar- og listabraut í heimsókn í Ríkisútvarpið.

Heimsóknin var skipulögð í tengslum við áfangann Menning og listir þar sem er lögð áhersla á að nemendur kynni sér ýmsar menningarstofnanir, listasöfn ofl. Heimsóknin var virkilega skemmtileg og móttökurnar góðar.

Nemendur fengu að skoða húsið og prófa allt mögulegt eins og t.d. að lesa upp fréttir. Þessi heimsókn var bæði fróðleg og frábær skemmtun. Allir nemendur kvöddu Rúv með bros á vör.

Aðrar fréttir